„Þetta er bara sú vinna sem þarf að vinna til að komast að samkomulagi,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og eigandi Norvíkur, um sölu félagsins til framtakssjóðsins SÍA II. Sjóðurinn var í apríl valinn til kaupanna úr hópi áhugasamra fjárfesta.

Jón Helgi segir ekki tímabært að gefa upp hvenær gengið verði frá sölunni. „Okkur finnst mikilvægt að þeir aðilar sem við eigum í viðræðum við deili að miklu leyti okkar sýn um uppbyggingu fyrirtækisins,“ sagði Jón Helgi við Viðskiptablaðið á dögunum og bætti við að hann teldi kost að ekki væri um samkeppnisaðila að ræða.

„Það ættu því ekki að verða neinar kollsteypur í rekstri eða skipulagi fyrirtækisins,“ sagði Jón Helgi.