Reykjanesbæjar og Skólamatur ehf. hafa undirritað samning um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar að undangengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Tvö tilboð bárust í útboðið, annað frá ISS Ísland ehf. að upphæð kr. 624.832.598.- og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291. Er því tilboðið sem var hlutskarpast um 13,8% undir kostnaðarátlun bæjarfélagsins.

Skólamatur hefur undanfarin 12 ár þjónustað skólamötuneyti grunnskóla Reykjanesbæjar. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar um eitt ár eða að hámarki til 5 ára.

Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma og og voru þau Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla viðstödd undirritunina.

Viðskipablaðið ræddi nýlega við Fanný Axelsdóttur hjá Skólamat um fyrirtækið sem framleiðir 7 þúsund máltíðir á dag.