Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hugsanlegt að stýrivextir gætu lækkað frekar. Hvort tilefni verði til frekari stýrivaxtalækkana byggi á því hvernig horfur varðandi verðbólgu og hagvöxt þróist.

Peningastefnunefnd tilkynnti á miðvikudaginn að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig í 3,5%. Þar með hafa stýrivextir lækkað um eitt prósentustig frá því að gengið var frá kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum í apríl.

Kjaraviðræður við opinbera starfsmenn standa nú yfir. Ásgeir segir að samið verði á öðrum nótum en í vor gæti Seðlabankinn þurft að bregðast við. „Það náðist tiltölulega góð sátt í vor á íslenskum vinnumarkaði. Ef sú sátt verður rofin skapar það mikinn vanda fyrir okkur. Það er ekki hægt að reka peningastefnu á Íslandi án þess að vinnumarkaðurinn sé í jafnvægi. Þannig að ef vinnumarkaðurinn fer úr jafnvægi hefur það veruleg áhrif. Þá fara verðbólguvæntingar að vaxa og þá er ekki hægt að halda áfram að lækka vexti og þarf jafnvel að hækka vexti.“

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .