Fyrirtækjasvið Papco hefur gert samninga við Ríkiskaup og Akureyrarbæ um að sjá stofnunum á þeirra vegum fyrir hreinlætisvörum til næstu ára. Samningarnir styrkja verulega starfsemi fyrirtækisins, sem er á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík, að því er segir í tilkynningu.

Samningur Papco við Ríkiskaup er til tveggja ára, sem möguleiki er á að framlengja tvisvar til eins árs. Samningurinn felur í sér að sjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum sem aðilar eru að rammasamningum Ríkiskaupa fyrir hreinlætispappír, húðvörum, hreinlætisefnum og áhöldum. Þess má geta að Papco er einnig aðili að rammasamningum Ríkiskaupa um plastpoka.

Samningur Papco við Akureyrarbæ varir til ársloka 2018 og felur í sér að sjá stofnunum bæjarins fyrir hreinlætispappír.