*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 18. maí 2019 14:05

Sena hagnast um 128 milljónir

Hagnaður Senu jókst um 14 milljónir árið 2018.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagnaður samstæðu Senu ehf. á síðasta rekstrarári nam 128 milljónum króna og jókst um tæplega 14 milljónir milli ára. Í fyrra greiddi félagið 100 milljóna arð til eigenda en ákvörðun um arð er ekki að finna í ársreikningi. Eigið fé jókst um tæplega þrjátíu milljónir milli ára og eignir um tæplega áttatíu. Eigið fé í árslok nam 337 milljónum að meðtöldu 29,5 milljóna hlutafé.

Sala á vöru og þjónustu dróst saman um 48 milljónir milli ára en kostnaðarverð sölu dróst saman um rúmar 63 milljónir. Framlegð af sölu jókst því milli ára. Laun og launatengd gjöld drógust saman um 13 milljónir en stöðugildi að meðaltali stóðu í stað. Innan samstæðu Senu eru félögin Þrjúbíó ehf., sem rekur Háskólabíó og Smárabíó, og D3 ehf. sem sér um auglýsingahönnun og miðlun auglýsinga fyrir Senu og Senu Live. Jón Diðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Senu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is