Sena, sem hingað til hefur einn stærsti útgefandi bóka, kvikmynda, tölvuleikja og tónlistar á Íslandi, hefur víkkað út starfsemi sína og tekið við sem dreifingaraðili leikfanga. Um er að ræða leikföng frá mörg af stærstu leikfangaframleiðendum heims. Má þar nefna Playmobile og Tomy.

Í tilkynningu frá Senu segir að með kaupunum renni Sena styrkari stoðum undir rekstru heildsölu sinnar og fylgi eftir stefnu sinni að starfa á sviði afþreyingar og skemmtunar.

„Við sjáum mikil tækifæri í þessum rekstri og augljós samlegðaráhrif auk þess sem við höldum okkur í þeim sviðum sem við þekkjum best sem eru afþreying og skemmtun.   Með þessu  verður til ný deild innan Senu sem annast innflutning og sölu á leikföngum og með rekstrinum fáum við til okkar fólk sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði.  Við bindum miklar vonir við þetta og vonandi er þetta bara fyrsta skrefið sem við tökum á þessum markaði“  segir Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri Senu.