Viðræður hafa staðið milli Seðlabanka Íslands og dönsku lífeyrissjóðanna vegna yfirtöku danska ríkisins (Finasiel Stabilitet) á liðlega 370 milljarða íslenskra króna fasteignalánasafni FIH; það flækir málið að seljendalánið átti að greiðast í lok árs 2014 en samningurinn milli FIH og Finasiel Stabilitet er til 2019 og felur í sér að allar mögulegar afskriftir eða niðurfærslur á lánasafninu munu lenda á FIH. Og eins og dönsku fjölmiðlarnir orða það svo skemmtilega þá verður sá „reikningur sendur beint áfram til Seðlabanka Íslands“. Vegna þessa mismunar í tímalengd hafa umræddar viðræður verið í gangi milli dönsku sjóðanna og Seðlabankans en þær breyta þó væntanlega engu um að ekki er útlit fyrir annað en að seljendalán upp á hátt í 70 milljarða, sem Seðlabanki Íslands veitti við söluna á FIH sé tapað í heild sinni. Það táknar þá að ríkið og íslenskir skattgreiðendur tapa um 40 milljörðum króna á 500 milljóna vera lánveitingu seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir fall bankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.