Borið hefur á því að einhverjum landsmönnum hafi borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru frá Ríkisskattstjóra að því er stofnunin segir frá á vef sínum .

Í tölvupóstunum er tilkynnt um meinta endurgreiðslu, en stofnunin vill árétta að þessar sendingar séu ekki frá embættinu komnar.

Er því jafnframt beint til fólk sem fengið hafi slíka póst að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstinum, enda kunni þeir að innihalda óværu.

Hér má sjá dæmi um slíkan póst:

Svikapóstur í nafni RSK
Svikapóstur í nafni RSK
© Aðsend mynd (AÐSEND)