Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, og fjölskylda hans flytja af landi brott undir lok sumars. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að ekki liggi fyrir hvert þau munu flytja. Með þeim fer tíkin Brenna sem er af íslensku fjárhundakyni. Arreaga hefur verið sendiherra Bandaríkjanna hér á landi síðastliðin þrjú ár.

Arreaga segir í samtali við blaðið hafa búið víða um heim og reyni hann ávallt þegar hann flytji á nýjan stað að finna sál landsins. Það hafi gerst hér þegar hann sá kvikmyndina Andlit norðursins eftir ljósmyndarann Ragnar Axelsson.

Þá kemur fram í viðtalinu við Arreaga að hann sé mikill uppvakningur um uppvakninga og hafi hann í samvinnu við Skjáinn skipulagt uppvakningagöngu í borginni í byrjun árs frá Hlemmi og að Bíó Paradís. Hann var klæddur sem uppvakningur í göngunni.

„Ég hélt kannski að ég yrði rekinn en þetta slapp,“ segir Arreaga í samtali við Fréttatímann.