„Ein helsta ástæða þess að Bretland hefur notið svo mikillar velgengni í að laða að sér erlenda fjárfestingu er viðskiptafrelsið, það hversu auðvelt það er að stunda viðskipti. Hérna skiptir líka máli Evrópusambandið og aðgangur að 500 milljóna manna markaði í 28 löndum og einnig að halda niðri skattbyrði,“ segir Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi.

Hann bendir á í stuttu máli að velgengni Breta megi þakka viðskiptafrelsinu.

„Við reynum allt sem við getum til að íþyngja ekki fyrirtækjum og við erum eins opin fyrir erlendri fjárfestingu og við getum,“ segir sendiherrann.

Er það þá eitthvað sem íslensk stjórnvöld ættu að taka sér til fyrirmyndar?

„Sko, ég yrði mjög ánægður fyrir hönd íslenska ríkisins ef það myndi læra af okkur, en við getum einnig lært af ykkur. Ég meina, ég held að það sé ekki mitt hlutverk að segja hvernig þið eigið að haga ykkar málum. Þið búið við ykkar eigin hömlur og hafið ykkar eigin stefnumið. En það er greinilega umræða í gangi í kringum þessa hluti sem ég fylgist mjög grannt með, til dæmis í tengslum við afnám gjaldeyrishaftanna. Það væri eitt af því sem myndi hafa áhrif til að laða að erlenda fjárfestingu og fleira. Þetta er því eitthvað sem skiptir mjög miklu máli,“ segir Stuart Gill að lokum. Hver eru mikilvægustu skilaboð Bretlands til Íslendinga? Hvað er það helsta sem þið mynduð vilja sjá íslensk stjórnvöld gera? „Haldið áfram að stunda viðskipti við okkur. Haldið áfram að fjárfesta,“ segir Gill.

Ítarlega er rætt við Gill í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .