Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, átti í dag fund með fulltrúum breskra sveitarfélaga.

Sverrir Haukur upplýsti fulltrúa sveitarfélaganna um stöðu mála í viðræðum breskra og íslenskra stjórnvalda í tengslum við yfirstandandi neyðarástand á fjármálamörkuðum og var ákveðið að halda samtölum áfram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.