Sendiherra Rússlands í Tyrklandi, Andrei Karlov, var skotinn og er því alvarlega slasaður. Karlov var í heimsókn á tyrknesku listasafni. Sendiherrann hefur verið færður á sjúkrahús.

Talsverður fjöldi fólks slasaðist við tilræðið, en á síðastliðnum dögum hafa staðið yfir fjöldamótmæli í Tyrklandi vegna íhlutunar Rússa í Sýrlandi.

Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að sýningin sem Karlov var viðstaddur bar nafnið „Rússland séð með augum Tyrkja.“ Í tyrkneskum miðlum kom fram að Karlov hafi verið að halda ræðu þegar skotið var á hann.

Lögreglan hefur lagt hald á árásarmanninn. Enn er óvíst um ástæðu tilræðisins.