Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var í nóvember 1994 voru komandi kosningar eðlilega ofarlega á baugi. Meðal fundarmanna voru þeir Garðar Mýrdal, Svavar Gestsson og Árni Þór Sigurðsson, sem sjást hér á mynd sem birt var í Vikublaðinu.

Svavar var skipaður sendiherra af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra fimm árum síðar og nú á dögunum skipaði flokksbróðir Halldórs, Gunnar Bragi Sveinsson, Árna Þór sendiherra. Árni Þór og Svavar eru því í afar fámennum hópi manna sem hafa verið skipaðir sendiherrar meðan þeir sátu á þingi fyrir stjórnarandstöðuna.