Margir góðir pennar eru í utanríkisráðuneytinu og gefur bloggið þeim tækifæri til að vekja athygli á merkum málefnum, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytsins. Morgunblaðið ræðir við Urði í tengslum við það að sendiherrar og annað starfsfólk utanríkisþjónustunnar er byrjað að blogga um störf sín . Skrifin eru birt á vef utanríkisráðuneytisins. Fyrstu færslurnar voru settar inn fyrir helgi.

Urður segir niðurstöður nýrrar könnunar um starfsemi utanríkisþjónustunnar sýna að svarendur telji starfsemina nauðsynlega en að hún sé ekki mjög nútímaleg.

Nú eru komnar níu bloggfærslur á vef utanríkisráðuneytisins. Þar skrifar m.a. Auðun Atlason um brunagadd í Kænugarði og Hannes Heimisson um æðadún á Japansmarkaði.