Sendiherrar landsins eru nær allt karlar með 647.383 krónur í grunnlan á mánuði. Meðalheildarlaunin eru öllu hærri eða 789789 krónur. Í hópi yfir sendiherra landsins eru aðeins 9% konur og afgangurinn karlar.

Þessi kynjamunur er sá mesti sem fram kemur í upplýsingum um þá starfsmenn ríkisins sem heyra undir Kjararáð. Þetta kemur fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmaður Framsóknarflokksins, sem spurði um ákvarðanir kjararáðs um laun og starfskjör. Ráðherra hefur svarað.

Fram kemur í svari fjármálaráðherra að forseti Íslands er launahæsti starfsmaður ríkisins með rétt rúm 1,9 milljónir króna í grunnlaun á mánuði. Á eftir honum koma ráðherrar og forseti Alþingis með rétt rúma milljón í grunnlaun á mánuði.

Þá eru dómarar við Hæstarétt með 850.627 krónur í grunnlaun á mánuði. Þeir fara hins vegar upp fyrir ráðherra og forseta Alþingis í meðalheildarlaunum sem eru rétt rúmar 1,2 milljónir króna á mánuði.

Þá eru saksóknarar með lægstu grunnlaunin af þeim sem heyra undir Kjararáð. Launin eru 471.164. Meðalheildarlaunin eru aðeins hærri eða 651.113.