Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar, AGS, á Íslandi, Franek,
Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar, AGS, á Íslandi, Franek,
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, ásamt Julie Kozac, yfirmanni sendinefndar AGS.

Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur hingað til lands á morgun. Þetta er reglubundin heimsókn sendirnefnda til aðildarríkja AGS þar sem stöður og horfur í efnahagsmálum verða metin. Þá verður árangurinn í kjölfar efnahagsáætlunar sjóðsins og stjórnvalda verður skoðaður.

Nefndin fundar með einstaklingum í stjórnsýslunni og fleirum um gang mála hér.

Sendinefndir AGS heimsækja aðildarríki sjóðsins ýmist einu sinni á ári eða á tveggja ára fresti, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sendifulltrúa AGS hér á landi.

Ekki liggur fyrir hversu lengi sendinefndin verður stödd hér á landi, en líklegt er að hún verði hér í um viku eða tíu daga.

Ísland fyrst til að útskrifast

Stjórnvöld óskuðu eftir samstarfið til tveggja ára við AGS í kjölfar bankahrunsins í október árið 2008. Samstarfinu lauk í ágúst í fyrra með síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda og var landið það fyrsta til að útskrifast úr slíkri áætlun í eftir fjármálakreppuna.

Heildarlánveitingar frá AGS til stjórnvalda í tengslum við efnahagsáætlunina námu í heildina jafnvirði rúmra 250 milljarða króna. Til viðbótar við það kom til lántökuréttur frá Norðurlöndunum og Póllandi upp á 150 milljarða króna.