Isavia og vefstofan Sendiráðið hafa skrifað undir samning um þróun innri vefs Isavia og dótturfélaga. Notendur innri vefsins verða um 800 talsins og starfa vítt og breitt um landið. Vefurinn verður samfélagsmiðaður og opnar á nýja möguleika fyrir notendur.

„Við hjá Isavia erum afar ánægð með samninginn. Við erum með þessu að fara framsækna leið í vefmálum, þ.e. með uppsetningu á samfélagsmiðuðum innri vef. Markmiðið er að efla liðsanda fyrirtækisins og samræma menningu, auðvelda aðgengi starfsfólks að upplýsingum um starfið og félagslíf og færa þeim almennt betra verkfæri til að sinna starfi sínu,“ segir Heiðar Örn Arnarsson, vefstjóri Isavia.