*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 11. febrúar 2018 13:09

Senn líður að lokum hjá Framtakssjóðnum

Framtakssjóðurinn hefur greitt eigendum sínum tæplega 86 milljarða króna en enn á eftir að ráðstafa 5 milljörðum.

Ritstjórn
Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins.
Styrmir Kári

Búið er að selja allar eignir Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) en enn á eftir að ráðstafa 5 milljörðum króna sem tengist fjármunum sem enn hafa ekki verið greiddir út og eru í traustri ávöxtun eða tengist ábyrgðarskuldbindingum eða eftirstöðvum vegna sölu eigna. Hefur FSÍ frá stofnun greitt eigendum sínum til baka 85,9 milljarða króna.

Áætlað heildarverðmæti FSÍ frá stofnun er 90,9 milljarðar króna og er vænt innri ávöxtun 22,6% á ári. FSÍ var formlega stofnaður árið 2009 af 16 lífeyrissjóðum innan Landssambands lífeyrissjóða, en síðar bættust við Landsbankinn og VÍS. Tilgangur FSÍ var að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar hrunsins.

Ekki verður hægt að slíta FSÍ formlega fyrr en árið 2020.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is