Soren Skou, forstjóri eins stærsta skipaflutningafélags heims, AP Moller-Maersk, reiknar með að eftirspurn eftir vöruflutningum milli landa með gámaskipum gæti dregist saman um 25% á öðrum ársfjórðungi vegna kórónufaraldursins. Segir hann að ef spá hans verði að veruleika yrði það einhver mesti framboðssamdráttur sögunnar, meiri en átti sér stað í kreppunni árið 2008. FT greinir frá.

Skou segir þó að metsamdráttur í eftirspurn verði ekki endilega til þess að mjög slæmt krísuástand skapist innan skipaflutningabransans. Mikil lækkun olíuverðs og stöðugleiki í farmgjöldum (e. freight rates) vegi upp á móti tapi vegna minnkandi eftirspurnar.

Maersk stendur fyrir einum af hverjum fimm skipaflutningum í heiminum og má finna allt frá fötum yfir í varahluti fyrir lestar og þvottavélar í gámum sem eru um borð í skipum félagsins hverju sinni.