Ríkissaksóknari segir að vísbendingar séu um að leki á kæru á hendur skipaflutningafyrirtækjanna til RÚV sé refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur til mbl.is.

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari láti fara fram rannsókn á því með hvaða hætti starfsmönnum Kastljóss áskotnuðust kærur á hendur ellefu starfsmönnum Eimskipa og Samskipa, áður en þeim hafði verið birt kæran. Í Viðskiptablaðinu á fimmtudag var greint frá því að starfsmennirnir hefðu haft fyrstu spurnir af kærunum með því að horfa á sjónvarpið.