Icelandic Group hf. hefur sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna umfjöllunar fjölmiðla að undanförnu um hluthafa félagsins og hverjir standi að baki ákveðnum hlutum. Hefur þar sérstaklega verið rætt um Serafin Shipping Corp sem samkvæmt tilkynningunni hefur verið slitið.

Í tilkynningunn segir að við samruna Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf., sem samþykktur var þann 30. maí sl., eignaðist Serafin Shipping Corp. 5,96% hlut í Icelandic Group hf. í skiptum fyrir hluti sína í Sjóvík ehf. Að afloknum samruna Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf. barst Icelandic Group hf. tilkynning þess efnis að Serafin Shipping Corp. hefði verið slitið og hlutafjáreign félagsins í Icelandic Group hf. hefði verið ráðstafað til hluthafa í Serafin Shipping Corp., þar á meðal Fordace Limited sem þannig eignaðist 4,47% hlut í Icelandic Group hf.

Á lista sem birtur var hinn 10. júní sl., yfir tíu stærstu hluthafa félagsins, hafði verið tekið tillit til framangreindrar skiptingar.