„Ég held að þeir skipti dálítið á milli sín verkum og það er kannski aðallega einn sem dæmir og hinir skrifa bara undir. Málafjöldinn í réttinum hefur alið af sér þessa stefnu. Ég reyndi að vinna ekki svona," segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Sératkvæði voru greidd í 50 málum á ári þegar mest lét árin 2010 og 2011, eða í um 7 til 8 prósentum af heildarfjölda allra úrlausna Hæstaréttar. Árið 2012 voru þau 32 en í fyrra voru þau einungis 11. Jón Steinar hætti sem dómari við Hæstarétt haustið 2012.

Jón Steinar telur augljóst að lítill fjöldi sératkvæða sé til marks um að dómarar treysti um of á hvorn annan í stað þess að komast að sjálfstæðri niðurstöðu í hverju máli fyrir sig.

„Tilgangurinn með fjölskipuðum dómi er að hver og einn vinni sjálfstætt að sakarefninu," segir Jón Steinar. Málafjöldi hafi haft neikvæð áhrif á störf dómara við réttinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íslendingar vilja stofna markaðstorg með rafmyntir
  • Fjárfestar og fyrirtæki sem fara fjárfestingarleiðina fá forskot
  • Sólarkísilverksmiðja Silicor Materials er stærsta framkvæmdin eftir hrun
  • Stýrihópur vill að allir sitji við sama borð hjá skattinum
  • Karlar fá frekar sumarvinnu en konur
  • Skema komst inn í virtan erlendan viðskiptahraðal
  • Íslendingar sigla hraðbyr inn í nýtt þensluskeið
  • Sigurlaug Sverrisdóttir hjá Ion Luxury Adventure Hótel segir ferðamenn sækja í upplifun
  • Þorsteinn á Skálpastöðum segir laxveiðina hafa verið trega
  • Stærstu uppboðshús heims græða á tá og fingri
  • AuroraStream er sérsniðin tónlistarveita
  • Nærmynd af nýjum rekstrarstjóra Controlant
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um gamla fólkið
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira.