Sérblað Viðskiptablaðsins um fjárhag allra sveitarfélaga á Íslandi er nú aðgengilegt áskrifendum Viðskiptablaðsins hér á vefnum. Í blaðinu eru samanteknar greinar sem birst hafa í Viðskiptablaðinu á undanförnum tveimur mánuðum um stöðu sveitarfélaga. Upplýsingarnar sem liggja til grundvallar eru ársreikningar fyrir árið 2009 og fjáhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2010, sem skilað hefur verið inn til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í blaðinu eru að finna skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum, eiginfjár stöðu, langtíma- og skammtíma skuldir og ýmislegt fleira. Þá er stuttlega farið yfir helstu stoðir atvinnulífs í landshlutunum og sveitarfélögum sem eru til umfjöllunar í hverri grein.

Sveitarstjórnarblaðið má sjá hér .