Sérstakt fylgirit um flug og flugheiminn kom út með Viðskiptablaðinu í gær en þetta er fjórða árið í röð sem Viðskiptablaðið gefur út slíkt blað.

Flugblaðið í ár er 24 síður og hefur aldrei verið stærra en nú. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um Þyrluþjónustuna Helo og Norlandair, fréttaskýring um stærstu flugvelli heims, viðtal við Davíð Ásgeirsson, flugstjóra hjá easyJet, umfjöllun um flugnám sem og endurmenntun og þjálfun flugáhafna þar sem meðal annars eru birtar myndir af því þegar farþegarými flugvélar er fyllt af reyk, úttekt um millilandaflug frá Íslandi á þessu ári og starfsemi íslensku félaganna Icelandair og Wow air, fréttaskýring um fall ríkisflugfélagsins SAS og sérstök umfjöllun um einkaþotur. Þá eru birtar myndasíður af æfingu með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og fjölþættri starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þetta og margt fleira má nálgast í flugblaðinu.

Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Sérblað Viðskiptablaðsins um flug - forsíða.
Sérblað Viðskiptablaðsins um flug - forsíða.
© vb.is (vb.is)