Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 16,3% síðustu 12 mánuði.

Vísitala fasteignaverðs hefur þrívegis hækkað meira en 10% á ári frá 1995 að raunverði. Langmest hækkun var árið 2005.

Það ár hækkaði sérbýli um 38,5% að raunvirði. Það er langmesta hækkunin innan árs frá 1995.

Hér að neðan má sjá þróun á verði sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu frá 1995. Greiningardeild Arion banka spáði 11% hækkun fasteignaverðs í ár. Telja verður líklegt að hækkunin á sérbýli í ár verði sú næst mesta á þessum 22 árum, eða yfir 13,8%.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .