Rúmlega 41.800 einstaklingar hafa nú þegar sótt um að fá greitt úr séreignarsparnaði sínum en með lagabreytingu í upphafi þessa árs var landsmönnum gert heimilt að leysa út allt að 1 milljón króna.

Greiðslurnar eru greiddar út á níu mánaða tímabili. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Ríkisskattstjóra verða greiddir út tæplega 25,7 milljarðar króna í kjölfar þessa. Frá maí á þessu ári hafa verið greiddir út um 2,5 milljarðar króna mánaðarlega en nú um áramótin munu 22 milljarðar króna hafa verið greiddir.

Það er því ljóst að ríki og sveitarfélög njóta góðs af þessum útgreiðslum. Það sem af er þessu ári hafa sveitarfélög fengið tæpa 2,9 milljarða í útsvarsgreiðslur og ríkissjóður um 5,3 milljarða í tekjuskattsgreiðslur.

Þannig hafa opinberir aðilar fengið rúma 8 milljarða á þessu ári, sem væntanlega var ekki gert ráð fyrir í upphaflegum fjárhagsáætlunum fyrir árið 2009.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .