Sú mynd hefur verið dregin upp að Íslendingar búi yfir sérþekkingu á sviði jarðhita sem sé einstök í heiminum. Sérfræðingar segja að þetta sé ekki rétt og sumir ganga svo langt að segja að samkeppnisforskot Íslendinga á þessu sviði sé nákvæmlega ekki neitt. Margar þjóðir framleiða miklu meiri raforku með jarðhita en við. Forstjóri Geysis Green Energy segir að forskot Íslendinga felist meðal annars í viðskipta- og fjármálaþekkingu.

"Við stöndum Ítölum ekki að baki á tæknisviðinu, sennilega þvert á móti. Þetta er fyrst og fremst spurning um viðskiptahliðina, hvort við stöndumst þeim snúning í viðskiptum," segir Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna.

Sjá úttekt Ólafs Teits Guðnasonar á í Viðskiptablaðinu í dag.