Starfsmenn í eignastýringu lífeyrissjóðanna voru ekki nægilega vakandi yfir hættunni sem stafaði af því að veruleg tengsl voru á milli fyrirtækja sem lífeyrissjóðirnir áttu hlutabréf í og áttuðu sig ekki á skilmálum skuldabréfa sem þeir höfðu keypt. Þar á meðal var að starfsmennina skorti þekkingu á þeim ákvæðum í skuldabréfum að breyttust rekstrarforsendur fyrirtækja féllu bréfin á gjalddaga.

Þessi sofandaháttur starfsmanna eignastýringarsviða lífeyrissjóðanna er gagnrýndur í úttekt á lífeyrissjóðunum sem kom út í síðustu viku og sérstaklega tekið fram að þeir hafi minni afsökun en almenningur þar sem þeir áttu að vera atvinnumenn á markaði.