Olía verður enn hærri á næsta ári en því sem er að líða, jafnvel þó að hægist á hagkerfinu. Þetta kemur fram í WSJ, sem hefur kannað viðhorf sérfræðinga á olíumarkaði til þróunar olíuverðs á næsta ári. Talið er líklegt að neytendur muni þurfa að greiða mun hærra verð við dælu og orkumálaráðuneytið bandaríska spáir því að meðalverð á næsta ári verði 10% hærra en í ár.

Í WSJ kemur einnig fram að spár sérfræðinga hafi almennt verið rangar síðustu sjö árin og kunni að verða það aftur á næsta ári. Hins vegar sé spáin yfirleitt of lág, ekki of há. Í fyrra spáði því nánast enginn að olíufatið færi yfir 100 dali á þessu ári og sumir spáðu olíuverðslækkunum.