Þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki verið meiri hér á landi í 18 ár telur sérfræðingur stærsta banka Norðurlanda hana ekki muni hafa áhrif krónuna þar sem að vaxtahækkunarferli íslenska seðlabankans sé lokið.

Dow Jones-fréttastofan hefur eftir Bjarke Roed-Frederiksen, sérfræðingi hjá Nordea, að nýjasta verðbólgumæling Hagstofunnar sé meiri en menn gerðu ráð fyrir, en hún er 13,6% á ársgrundvelli. Hann telur hinsvegar líklegt að þetta muni ekki hafa áhrif á gengi krónunnar þar sem að seðlabankinn muni líklega ekki hækka stýrivexti.

Hann segist telja að forráðamenn seðlabankans muni sennilega leggja meiri áherslu á aðra þætti en verðbólgu eins og að reyna endurreisa traust á íslenskt fjármálakerfi.