*

laugardagur, 11. júlí 2020
Innlent 31. október 2015 08:50

Serrano hagnast um 6,8 milljónir

Samdráttur frá fyrra ári, þegar hagnaðurinn nam 47 milljónum króna.

Ritstjórn
Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson.
Haraldur Guðjónsson

Serrano Ísland ehf., sem rekur veitingastaði undir nafninu Serrano, hagnaðist um 6,8 milljónir króna á síðasta ári. Það er samdráttur frá árinu áður, þegar hagnaðurinn nam 47 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri Serrano Ísland jókst hins vegar nokkuð milli ára, eða úr 69 milljónum árið 2013 í 97 milljónir á síð­asta ári.

Eignarhald Serrano breyttist á síðasta ári, en þá seldi Einar Ö. Einarsson helmingshlut sinn í félaginu. Emil Helgi Lárusson er framkvæmdastjóri Serrano.