*

laugardagur, 28. mars 2020
Innlent 26. mars 2013 12:56

Serrano í Svíþjóð metið á um 830 milljónir

Sænska fjárfestingarfélagið Gavia Food Holding kaupir 15% hlut í Serrano fyrir rúmar 120 milljónir.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Jónasson

„Við erum rosalega ánægðir með þetta. Maður er búinn að vera að hamast í þessu og við haft trú á því. Það er gaman þegar aðrir sjá það líka,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar stofnenda veitingastaðarins Serrano, í samtali við vb.is. 

Sænska fjárfestingarfélagið Gavia Food Holding hefur keypt 15% hlut í Serrano í Svíþjóð. Kaupverðið nemur 6,5 milljónum sænskra króna, jafnvirði 124 milljóna íslenskra króna. Greitt er með reiðufé og veitingastað í miðborg Stokkhólms sem félagið leggur inn í Serrano. Miðað við það má ætla að verðmæti Serrano í Svíþjóð nemi tæpum 830 milljónum íslenskra króna. 

Ætluðu að byggja Serranó upp í skrefum

Kaup Gavia Food Holding á hlut í Serrano er liður í vexti félagsins í Svíþjóð. Eins og greint var frá í morgun ætlar fyrirtækið að opna þrjá nýja veitingastaði í miðborg Stokkhólms. Nafni veitiingastaðanna verður breytt í kjölfarið og munu þeir eftirleiðis heita Zocalo. Serranó-liðarnir þeir Emil og Einar Örn Einarsson leituðu til 30 fjárfesta og var Gavia Food Holding einn þeirra.

Emils bendir á að Gavia Food Holding hafi verið í samkeppni við Serrano, nú Zocalo, í miðborg Stokkhólms. Þeirri baráttu er nú lokið.

„Þeir hafa trú á því að það sé hægt að gera góða hluti með þetta konsept og vildu taka þátt í því. 

„Við ætluðum okkur alltaf að gera þetta í skrefum, koma okkur inn á markaðinn, byggja nokkra staði hratt og ná jafnvægi í rekstrinum og síðan leita eftir fjárfesti til að sprengja þetta út með okkur og opna marga veitingastaði á stuttum tíma,“ segir Emil.