Sprotafyrirtækið Aurora- Stream býður fyrirtækjum upp á þjónustu sem líkja má við sérsniðna tónlistarstöð fyrir hvert fyrirtæki. Bjarni Einarsson, fjármála- og sölustjóri fyrirtækisins, segir að AuroraStream sé næsta kynslóð af tækniþróun til að streyma tónlist og auglýsingum á sem þægilegastan máta fyrir fyrirtæki og búðir. Aðstandendur sprotafyrirtækisins eru með reynslu í tónlist, forritun, vöruþróun og markaðssetningu.

Bjarni segir að rannsóknir hafi sýnt að tónlist geti haft mikil áhrif á hegðunarmynstur neytenda. AuroraStream býður því upp á sérsniðna lagalista sem ýta undir ánægjulega upplifun kúnnans. Hann bendir til dæmis á að rannsóknir sýni að fyrri part dags sé best að vera með rólegri tónlist en svo eykst hraðinn þegar líður á daginn til þess að viðskiptavinir versli hraðar þegar nær dregur lokun. Þetta hafa aðstandendur AuroraStream haft í huga við þróun vörunar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 17. júlí 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn tölublöð.