Herrafataverslunin Suitup Reykjavík hefur ákveðið að feta ótroðnar slóðir á íslenskum markaði og býður nú viðskiptavinum sínum að fá sérhannaðar skyrtur í áskrift.

Í „skyrtuklúbbnum“ svokallaða er hægt að velja um þriggja, sex eða 12 mánaða áskrift með mánaðarlegri heimsendingu á skyrtum án nokkurs aukakostnaðar. Til að byrja með mætir einstaklingur í verslun Suitup á Laugavegi 42b þar sem tekið er skyrtumál og veitt er aðstoð við að velja efni og hanna útlit skyrtunnar.

Eftir að hafa fengið fyrstu skyrtuna getur viðskiptavinur síðan valið hvort hann vilji mæta í verslunina til að hanna næstu skyrtu, gera það á heimasíðu verslunarinnar eða leyfa starfsmönnunum að sjá um það.

Með­limir skyrtuklúbbsins fá síðan afslátt á skyrtunum sem er mismunandi eftir lengd áskriftar og þær eru komnar heim að dyrum í fyrstu viku hvers mánaðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .