Nítján af tuttugu ríkjum samþykktu í dag sameiginlega yfirlýsing á G20-fundinum í Hamborg, um skuldbindingu ríkjanna við Parísarsáttmálann. Staðfest var að sáttmálinn væri óafturkallanlegur en eins og frægt er orðið dró Donald Trump Bandaríkin úr Parísasáttmálanum í byrjun júní.

Í yfirlýsingunni kemur fram að þrátt fyrir afstöðu Bandaríkjanna styðji önnur helstu hagkerfi heims áfram við aðgerðir til að sporna við hlýnun jarðar. Á fundinum fengu bandaríkin skráða grein þar sem fram kemur að landið muni leggja sig fram í samstarfi við bandaþjóðir sínar og aðstoða þær við að vinna jarð­efna­elds­neyti á mun umhverfisvænni og afkasta­meiri hátt.

Angela Merkel Þýskalandskanslari, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands hafa tjáð óánægju sína með ákvörðun Bandaríkjaforseta og nær allir leið­togar G19-­ríkj­anna hvöttu Don­ald Trump til þess að aft­ur­kalla ákvörðun sína frá því í síðasta mánuði.