Eftir nýjustu lokanir útibúa eru 79 eftir, en voru um 170 þegar mest var um aldamótin. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði tímarits Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Einnig er greint frá því að frá aldamótum hafa um 2.200 manns misst vinnunna já fjármálafyrirtækjum sem félagsmenn SSF vinna hjá.

Friðbert Traustason bendir í grein sinni á að þessar lokanir útibúa séu sérstaklega sársaukafullar fyrir lítil samfélög og að hlutfallslega megi líkja þessu við að 400-500 manns myndu missa vinnuna á einu bretti í Reykjavík.

Friðbert bendir einnig á að í langflestum tilvikum séu konur að missa vinnuna, en að hefðbundin kvennastörf eru af skornum skammti í þessum byggðarlögum.

Athugasemd: Í fréttinni var upphaflega sagt að útibúum á vestfjörðum hafi fækkað um 91. Rétt er að útibúum hafi fækkað um 91 á landinu öllu.