Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur þeim Lýð Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra Existu, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum þegar þeir sátu í stjórn tryggingafélagsins VÍS. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag eru þeir ákærðir vegna 50 milljóna króna láns frá VÍS til Sigurðar, tugmilljóna króna láns VÍS til félagsins Korks, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústar Guðmundssona, og kaupa VÍS á 40% hlut í félaginu Reykjanesbyggði ehf fyrir 150 milljónir króna. Félagið var í eigu Kristjáns Gunnars Ríkharðssonar, svila Sigurðar.

Í Fréttablaðinu segir að rannsókn emættis sérstaks saksóknara á VÍS þegar Exista átti félagið, hafi í upphafi verið viðameiri og beinst m.a. að margra milljarða króna lánveitingum félagsins til móðurfélagsins Existu.