Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ragnari Þórissyni, sjóðsstjóra og stofnanda vogunarsjóðsins Boreas Capital, fyrir skattsvik. Fréttablaðið greinir frá í dag.

Fram kemur að í ákærunni er Ragnari gefið að sök að hafa ekki talið fram 120 milljóna króna fjármagnstekjur árið 2007. Tekjurnar hafi verið til komnar vegna uppgjörs tveggja framvirkra skiptasamninga við MP banka. Skattgreiðslur vegna þessa hafi átt að nema um tólf milljónum króna. Ákæran verður þingfest á fimmtudag.