*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 26. febrúar 2013 09:50

Sérstakur hættir rannsókn á Bjarna vegna fyrningar

Rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptum Bjarna Ármannssonar og Milestone hefur verið hætt.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptum Bjarna Ármannssonar, þáverandi bankastjóra Íslandsbanka, og eignarhaldsfélaginu Milestone árið 2005 hefur verið hætt vegna þess að meint brot voru fyrnd. Greint er frá þessu á vef DV.

Rannsóknin snérist um fjármögnun Mile­stone á hlutabréfakaupum Bjarna, og annarra háttsettra stjórnenda Íslandsbanka, í bankanum í lok maí 2005, um sama leyti og Íslandsbanki seldi tryggingafélagið Sjóvá til Milestone.

Ástæðan fyrir fyrningunni er að þeim lagagreinum, sem rannsóknin á málinu snéri að, var breytt árið 2007. Fyrir lagabreytinguna var fyrningartími brota vegna innherjasvika fimm ár en eftir hana var fyrningartími brota um innherjasvik um tíu ár. Heimildir DV herma að þegar kæran barst til sérstaks saksóknara frá slitastjórn Glitnis hafi mjög stuttur tími verið eftir af fyrningartíma brotanna sem kærð voru.