Sérstakur saksóknari rannsakar 15 milljarða króna lánveitingu Glitnis sem veitt var Baugi í desember árið 2007. Lánveitingin er sú sama og slitastjórn Glitnis stefndi níu fyrrverandi stjórnendum og helstu hluthöfum bankans út af. Hinir stefndu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, sem var forstjóri Glitnis þegar lánið var veitt, Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, Björn Ingi Sveinsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson, Pétur Guðmundsson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Þorsteinn M. Jónsson, sem löngum var tengdur við Vífilfell.

Slitastjórnin krafðist 6,5 milljarða króna skaðabóta vegna lánveitingarinnar.

Fram kemur á vef RÚV að við fyrirtöku í skaðabótamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun hafi verið lögð fram bókun um staðfestingum frá embætti sérstaks saksóknara þess efnis að opinber rannsókn væri hafin á lánveitingunni. Í kjölfarið var farið fram á að skaðabótamálinu verði frestað.