Sérstakur saksóknari tók á móti verðlaunum fyrir að vera stofnun ársins í könnun SFR stéttarfélagsins. Verðlaunaafhendingin fór fram á Hótel Nordica í gær. Það var Ólafur Þór Hauksson, Sérstakur saksóknari, sem tók á móti verðlaunum fyrir hönd stofnunarinnar. Þess ber að geta að þetta er annað árið í röð sem embætti Sérstaks saksóknara hlýtur verðlaunin.

Verðlaunað er fyrir þrjá flokka eftir stærð stofnana og var það í í flokki stórra stofnana, með 50 starfsmenn eða fleiri, sem Sérstakur saksóknari sigraði. Í hinum tveimur flokkunum voru það Landmælingar og Persónuvernd sem sigruðu í flokkum meðalstórra og lítilla stofnana.