Líkur eru á að embætti sérstaks saksóknara fari af stað með sakamál tengd félögunum Aurum Holding og BK-44 fyrir áramót. Mikið hefur verið fjallað um málin í fjölmiðlum að undanförnu en Lárus Welding, sakborningur í Vafningsmálinu, er einnig tengdur Aurum Holding-málinu.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, mun síðan flytja sitt fyrsta mál í Exista-málinu en fyrirtaka í málinu var á miðvikudaginn.. Það verður næst tekið fyrir á nýju ári. Ólafur segir að hann sé einn af fjórum saksóknurum embættisins og því sé ekki óeðlilegt að hann flytji sjálfur mál. Ólafur vildi ekki staðfesta það að mál Aurum og BK-44 færu af stað fyrir áramót en útilokaði ekki þann möguleika.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.