Um 86 mál eru á borði sérstaks saksóknara. Það liggur fyrir að af þeim verður rannsókn hætt eða vísað frá í 24 málum. Þetta kom fram í máli Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara, á blaðamannafundi í dag.

Ekki var nánar greint frá einstökum málun en Ólafur sagði að mörg þeirra mála sem yrði vísað frá liggi á mörkum þess að vera opinbermál og einkamál.

Ólafur sagði að það séu um því 60 mál sem standa eftir. Sum þeirra tengjast innbyrðist sem eykur flækjustig þeirra.

Aðspurður hvort hann teldi að þetta yrði heildarfjöldi mála sérstaks saksóknara sagði Ólafur „nei, alls ekki“.

Á fundinum var tilkynnt um starfslokasamning sem embættið hefur gert við Evu Joly og tekur gildi frá deginum í dag.