Reykjavíkurborg hefur sett upp 12 rútustoppistöðvar í miðborginni sem verða nefnd og númeruð og kyrfilega merkt í kjölfar takmarkana á akstri hópferðabíla um íbúðabyggð og þröngar götur.

Er markmiðið með nýju stæðunum að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða þar sem takmarkanirnar gilda.

„Við erum að skoða í samráði við hagsmunaaðila hvort þörf sé á fleiri stæðum og þá hvar,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri borgarhönnunar í fréttatilkynningu.

Rútustæðin verða gjaldskyld en gjaldtaka ekki strax heldur verður ferðaþjónustaðilum veittur frestur til að venjast notkun stæðanna áður en gjaldskyldan hefst.

Rútustæðin í miðborginni verða á þessum stöðum og eru komin upp að frátöldu Traðarkoti:

1.    Tjörnin
2.    Ráðhús
3.    Ingólfstorg
4.    Vestargata
5.    Harpa
6.    Safnahús
7.    Kvosin
8.    Traðarkot
9.    Hnitbjörg
10.    Hallgrímskirkja
11.    Hlemmur
12.    Höfðatorg