Landsbankinn hf. hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til að gefa út sértryggð skuldabréf fyrir allt að tíu milljarða króna. Fyrsta útgáfan mun væntanlega líta dagsins ljós á næstu þremur til fjórum vikum að sögn Hreiðars Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Fjármála hjá Landsbankanum. „Við erum að vinna að frágangi fyrir útgáfu. Þessu fylgir þá skráning á skuldabréfunum í Kauphöll og annað. Við erum að hnýta lausa enda,“ segir Hreiðar.

Landsbankinn tilkynnti í mars á þessu ári að hann hygðist gefa út sértryggð skuldabréf sem hann hefur nú fengið heimild fyrir. Heimild Landsbankans nær til sértryggðra skuldabréfa í krónum og þá með veði í íbúðalánasafni bankans.

Landsbankanum er í upphafi heimilt að afla sér 10 milljarða króna með þessum hætti og segir í tilkynningu frá bankanum í dag að bréfin verði skráð í Kauphöll innan skamms.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .