Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur veitt þriðju og fjórðu útgáfu Kaupþings á sérvörðum skuldabréfum lánshæfiseinkunnina Aaa.

Um er að ræða útgáfu í flokki sérvarinna skuldabréfa Kaupþings að upphæð allt að 200 miljörðum króna.

Verðmæti þriðju útgáfu sérvarinna skuldabréfa Kaupþings er fjórir milljarðar króna (bréf til ársins 2031) en verðmæti fjórðu útgáfunnar er 15,5 milljarðar með líftíma til 2045.

Sérvarin skuldabréf Kaupþings er gefin út af bankanum sjálfum með veði í safni íslenskra húsnæðislána.