Eitt stærsta nafn í markaðsheiminum í dag, Seth Godin, heldur fyrirlestur á ráðstefnu Ímark 29. nóvember næstkomandi. Erindi hans heitir „Invisible or Remarkable?“ og fjallar um mikilvægi þess að fyrirtæki tileinki sér skapandi hugsun í starfsemi sinni. Godin hefur skrifað fjölda bóka um markaðsmál og er bloggsíða hans talin sú áhrifamesta af þeim sem fjalla um markaðstengd málefni.

Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, heldur einnig erindi á ráðstefnu Ímark. Erindið heitir „The power of being lazy“. Þá mun George Bryant, einn stofnandi alþjóðlegu markaðsstofunnar Brooklyn Brothers, halda fyrirlestur. Bryant hefur margoft sótt Ísland heim og komið hingað til lands meira en þrjátíu sinnum.