Menntamálaráðuneytið í Suður Kóreu hefur tilkynnt að þa muni fjárfesta 1,5 milljörðum dala, eða 173 milljörðum króna, til að þróa 5G tæknina. 5G netið verður 1000 sinnum hraðara en 4G. Með þessari nýju tækni verður hægt að hala niður kvikmyndum í fullri lengd, sem eru vanalegast 800 megabæt, á einni sekúndu.

Áformað er að reynsluútgáfa af 5G verði orðið til árið 2017 og sala á slíkum útbúnaði muni hefjast árið 2020. Auk þess að þróa nýju 5G tæknina verður þróað Ultra-HD tækni og fleiri nýjungar.

Tæknivefurinn Mashable.com sagði frá.