Talið er að sænska tónlistarveitan Spotify hafi mikla möguleika til framtíðarvaxtar. Fjárfestar eru farnir að uppgötva þessa möguleika.

Verðbréfasjóðurinn Technology Crossover Ventures hefur ákveðið að leggja Spotify til 28 milljarða íslenskra króna í eigið fé. TCV hefur áður fjárfest í tæknifyrirtækjum á borð við Facebook og Netflix.

Þessi áhugi fjárfesta á Spotify vekur athygli, ekki síst vegna þess að tónlistarveitan hefur aldrei skilað hagnaði. Hagnaður virðist reyndar ekki vera forsenda fyrir áhuga fjárfesta því að gríðarleg eftirspurn var eftir bréfum í Twitter þegar fyrirtækið var skráð á markað í Kauphöllinni á Wall Street á dögnum. Twitter hefur heldur aldrei skilað hagnaði.

Verðmæti Spotify er talið vera 440 milljarðar íslenskra króna.

Meira um þetta má lesa á epn.dk.