Fyrirtækið Verne Global sem sérhæfir sig í gagnaveralausnum tilkynnti nú í dag að hluthafar félagsins, hafi fjárfest fyrir um 27 milljónir dollara sem samsvarar um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Félögin sem leggja Verne til fé eru The Wellcome Trust, General Catalyst, Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og Stefnir, sjóðsstýringafyrirtæki Arion banka.

Í tilkynningu á heimasíðu félagsins segir að fjármögnunin muni auka afkastagetu reiknilausna Verne Capital og viðskiptavinir þvert á geira, til að mynda á sviði fjármálaþjónustu, verkfræði, vísindalegra rannsókna geti notið góðs af.

„Við erum spennt yfir þessu framtaki sem er drifið áfram af aukinni eftirspurn frá bæði núverandi og framtíðar viðskiptavinum okkar eftir hágæða reiknilausnum," segir Dominic Ward, forstjóri Verne Global, en fyrirtækið rekur gangaver á Suðurnesjum.